138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi.

574. mál
[11:08]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um mikið framfaramál að ræða, hér er verið að setja almennar reglur eða almenn viðmið fyrir þá sem vilja fjárfesta hér á landi. Það er mikilvægt að slíkt sé ljóst og menn viti nokkurn veginn að hverju þeir ganga. Þetta verður vonandi til þess að hingað verði horft með meiri áhuga en áður. Hins vegar er alveg ljóst að sá vandræðagangur sem er á ríkisstjórn Íslands varðandi fjárfestingar, varðandi orkuöflun og annað, er ekki til þess að bæta ástandið. Frumvarp þetta er hins vegar til mikilla bóta og þess vegna styðjum við það. Hér verða greidd atkvæði um fjölmargar breytingartillögur sem nefndin hefur lagt til á frumvarpinu. Mælist ég eindregið til þess að þingheimur samþykki þær allar því að þær gera þetta ágæta mál miklu betra.