139. löggjafarþing — 71. fundur,  14. feb. 2011.

fundarstjórn.

[16:19]
Horfa

Forseti (Álfheiður Ingadóttir):

Forseti getur upplýst að fundi þeim sem hv. þingmaður spurði eftir mun hafa lokið í þessu.

Þá er tekið fyrir 2. dagskrármálið, Stofnun þjóðhagsstofnunar. Það er mál nr. 430 á þskj. 703 og tekur nú forseti það fyrir öðru sinni. Til máls tekur hv. fyrirspyrjandi sem er 11. þm. Reykv. n. Mörður Árnason. (MÁ: Fundarstjórn forseta.) Þegar þessum dagskrárlið er lokið, hv. þingmaður. Nú hefur þetta dagskrármál verið tekið fyrir, 2. dagskrármálið, og hv. fyrirspyrjandi tekur nú til máls. (MÁ: Forseti. Það er gert ráð fyrir því í þingsköpum sem ég vil …)

Má ég bjóða þingmanninum að ganga til pontu? (MÁ: … að þingmaður geti hvenær sem er beðið um orðið …) Forseti ætlar ekki að fara hér í umræðu við hv. þingmann en þegar búið er að taka fyrir tiltekið dagskrármál öðru sinni og hv. þingmaður hafði kvatt sér hljóðs til þess að ræða um fundarstjórn forseta, enginn hafði tekið til máls þess í milli, er 2. dagskrármálið nú á dagskrár og ég býð hv. þingmanni að ganga til pontu og flytja fyrirspurn þá sem hér er á dagskrá á þskj. 703. (MÁ: Ég þakka forseta fyrir það boð og hlýt að hlíta úrskurði forseta um þetta efni. Hann er sá eini sem getur kveðið upp slíkan úrskurð.)