139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[21:52]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Fátt er um svör en ég skal reyna að vanda mig betur. Mér skilst að í ferli málsins hafi því verið haldið á lofti að fyrsta afborgunin væri að sönnu greidd með þeim peningum sem þar eru en önnur sem ég er að spyrja um ætti að koma úr þrotabúinu. Því hefur verið haldið fram að byrjað yrði að greiða úr þrotabúinu í sumar. Ég tel mjög ólíklegt að svo verði, enda hefur ekki verið hægt að finna staðfestingu á því, að því er mér skilst, í vinnu fjárlaganefndar þar sem þrotabúið er enn til meðferðar og það eru miklar deilur um hvernig eigi að skipta greiðslum úr því og dómsmál í gangi þar að lútandi.

Miðað við svör hæstv. ráðherra þekkir hann ekki til þess með hvaða hætti eigi að greiða aðra afborgun í sumar og mig langar til að hæstv. ráðherra ítreki það ef hann gerir sér ekki grein fyrir því hvernig eigi að (Forseti hringir.) borga þetta.