139. löggjafarþing — 75. fundur,  17. feb. 2011.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

471. mál
[18:44]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er eiginlega sammála öllu sem hv. þingmaður sagði í ræðu sinni, ég ætla ekki að tína til tvö, þrjú atriði sem ég var ósammála. Mig langaði að koma inn á gagnsæi aðildarviðræðanna sem hv. þingmaðurinn talaði um. Ég er sammála því að alltaf má betur gera. Hins vegar vil ég vekja athygli á því að áður en nefndirnar sem nú eru að störfum í rýnivinnu fara á fundi í Brussel hitta þær utanríkismálanefnd og segja nákvæmlega frá því yfir hvað verður farið. Þær hitta líka fagnefndir ef svo ber undir. Um leið og rýnifundur er búinn eru öll skjöl sem þar voru lögð fram og notuð sett á vef utanríkisráðuneytisins samdægurs. Mér skilst líka að hægt sé að horfa á eitthvað af þessum fundum á vef (Forseti hringir.) utanríkisráðuneytisins, hann er víst mjög flottur.