139. löggjafarþing — 82. fundur,  28. feb. 2011.

lausn á vanda sparisjóðanna.

[15:33]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég var ekkert að spyrja að því hvort hæstv. fjármálaráðherra hefði verið stofnfjáreigandi. Ég hafði í rauninni ekki mikinn áhuga á því. (Gripið fram í.) Ég var að spyrja um vanda Sparisjóðs Þórshafnar eingöngu og hvernig sá vandi hefði verið leystur.

Nú er hæstv. fjármálaráðherra orðinn stofnfjáreigandi fyrir hönd íslenska ríkisins, einn sá stærsti og síðan Byggðastofnun eins og hér var rætt áður og Tryggingarsjóður sparisjóða. Aðrir stofnfjáreigendur sitja með sínar samtals 2 milljónir kr. óbreyttar, þær voru ekki skertar. Ég hafði áhuga á hvort þetta hefði verið leyst með sambærilegum hætti og hjá öðrum sparisjóðum þar sem stofnfjáreigendur töpuðu fé sínu.

Svo vildi ég líka spyrja sérstaklega um tengslin við Sögu Capital en Saga Capital fékk umtalsverða fjármuni lánaða til 7 ára með 2% vöxtum.