140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[15:09]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Hér er verið að staðfesta þá breytingu sem gerð var á fjárlagafrumvarpinu við lokaafgreiðslu þess. Stigið er örlítið skref í þá átt að leiðrétta þá skerðingu sem sóknir þjóðkirkjunnar og önnur trúfélög hafa orðið fyrir á síðustu árum. Hér er verið að verðbæta með þessum 90 millj. kr. framlag sem var í fjárlögunum fyrir árið 2012, en eftir stendur að ef þetta framlag hefði hlotið verðbætur eins og flestir aðrir liðir, sem þó hafa verið skertir í íslenskum fjárlögum, hefði þessi hækkun þurft að vera 530 milljónir. Hér er einungis um fyrsta skrefið að ræða. Ég treysti því að þetta verði gert betur í framhaldinu. Í trausti þess greiðum við atkvæði með þessari tillögu.