140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[15:11]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Við greiðum atkvæði um að fresta í raun gildistöku lána um stimpilgjald, það er spor í rétta átt. Ég mun greiða þessari grein atkvæði mitt í trausti þess að innan tíðar taki Alþingi fyrir afnám stimpilgjalda almennt, bæði til einstaklinga og fjölskyldna sem og fyrirtækja. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)