140. löggjafarþing — 38. fundur,  17. des. 2011.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 67/2011 um breytingu á II. og IV. viðauka við EES-samninginn.

353. mál
[01:09]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Að lokum leita ég hér heimildar Alþingis til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2011. Hún varðar almennt visthönnun orkutengdra vara og sérstaklega varðar hún visthönnun tiltekinna lampa og flúrpera. Það er fyrirhugað að hæstv. iðnaðarráðherra leggi á því þingi sem nú stendur yfir fram frumvarp til slíkrar lagabreytingar. Þær lagabreytingar og reglugerðarbreytingar sem af hljóta munu ekki hafa í för með sér einar teljandi efnahagslegar eða stjórnsýslulegar afleiðingar.

Frú forseti. Ég leyfi mér að leggja til að þegar þessari umræðu sleppir verði tillögunni vísað til hv. utanríkismálanefndar.