140. löggjafarþing — 73. fundur,  14. mars 2012.

heilbrigðisstarfsmenn.

147. mál
[16:39]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við ræðum hér um frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn. Fulltrúi Framsóknarflokksins í velferðarnefnd, Eygló Harðardóttir, hefur lagt fram breytingartillögur við þetta frumvarp sem við höfum lagt til að verði gengið til atkvæða um við 3. umr. málsins. Eins og fram hefur komið á málið eftir að fara aftur til nefndar og mögulega taka einhverjum breytingum en í ljósi þess að breytingartillögur hv. þm. Eyglóar Harðardóttur eiga eftir að koma til atkvæða og jafnvel til frekari umræðu í nefndinni munum við sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu. Síðan verðum við að sjá hvaða örlög málið fær í nefnd og í atkvæðagreiðslu við 3. umr. um það.