141. löggjafarþing — 30. fundur,  6. nóv. 2012.

rannsókn á einkavæðingu banka.

50. mál
[17:57]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Lúðvík Geirsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vissulega er fjöldinn allur af málum sem full ástæða er til þess að fara yfir og skoða og rannsaka betur, við eigum ekki að vera feimin við það og það á ekki að hlaupa í skjól og segja að það kosti svo mikla peninga og að hægt sé að nota þá í annað. Það var illa farið með peninga hér á landi, menn nýttu þá í skrýtna hluti vegna þess að ekki var farið að leikreglum í samfélaginu. Það hafa ýmsir þurft að þola ýmislegt í þeim efnum.

Þess vegna skulum við bara vera heiðarleg og fara yfir þá hluti sem aflaga fóru og reyna að læra af reynslunni í þeim efnum. Á meðan þeim spurningum sem bornar hafa verið upp í málinu hefur ekki svarað er málinu ekki lokið, það er bara svo einfalt, hv. þingmaður.