141. löggjafarþing — 31. fundur,  7. nóv. 2012.

rannsókn á einkavæðingu banka.

50. mál
[16:36]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með einkavæðingu hina fyrri eftir á og ég hef nú þegar miklar spurningar um einkavæðinguna hina síðari.

Stofnaðir voru þrír bankar eftir hrun í eigu ríkisins. Tveir þeirra eru ekki nema að litlum hluta í eigu ríkisins nú. Hvað menn kalla það fyrirbæri eða þá þróun, einkavæðingu eða hvað við viljum kalla það, mér er alveg sama. Ég vil engu að síður að þetta verði rannsakað. Og ég vona að það sem hv. þm. Lúðvík Geirsson sagði hér, að þetta væri ekki einkavæðing sem leiddi til þess að það yrði ekki rannsakað, sé ekki rétt.

Þrátt fyrir miklar ákúrur í 17 ár og eftir að hafa lent í ýmsu hef ég enn þá traust. Ég ætla að treysta meiri hlutanum og sérstaklega nefndinni til að flytja þingsályktunartillögu strax í næstu viku sem haldi áfram því verki fyrir þá sömu nefnd að rannsaka jafnframt og til viðbótar einkavæðinguna hina síðari.