141. löggjafarþing — 31. fundur,  7. nóv. 2012.

breytingar á skattkerfi til að styrkja íslenskan hugverkaiðnað.

118. mál
[18:50]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég gef mér að hv. þingmaður geri sér grein fyrir því hvílíkri skekkju svona skattaívilnun veldur á markaði. Meira að segja skattaívilnun til hlutabréfakaupa er ekkert annað en stýring, með því er verið að stýra fjárfestingum manna. Ég tel þannig verið að stýra vexti í atvinnulífinu með óeðlilegum hætti.

Hv. þingmaður nefndi að ekki væru til peningar fyrir frekari skattaívilnunum. Hvernig réttlætir hann þessa skattaívilnun í einni grein gagnvart öðrum greinum sem eru í samkeppni við þær greinar, t.d. um mannafla? Hverju ætlar hann að svara ferðaþjónustunni, eða menningunni sem er líka vaxtarsproti í íslensku atvinnulífi? Á hún bara að sitja eftir og horfa á það að ákveðin grein fái skattaívilnun?

Ég tel að þetta gangi ekki upp heldur skapi óréttlætanlegt misvægi í atvinnulífinu.