141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[20:37]
Horfa

Birna Lárusdóttir (S) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. og vil upplýsa að ég var ekki alveg með á nótunum um að hv. þm. Árni Þór Sigurðsson hefur þegar lagt fram frumvarp til stjórnarskipunarlaga sem varðar breytingu á kosningaaldri á Íslandi. Ég er sammála hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur þegar hún nefnir að helst væri þörf á því að samræma öll þau aldurstakmörk sem við búum við í þjóðfélaginu í dag, samræma aldur hvað varðar kosningarrétt, sjálfræði, áfengiskaup o.s.frv. Þetta eru ágætistillögur sem er hægt að ræða og færa rök fyrir með eða á móti, hvort færa eigi aldurinn niður um tvö ár. En ég hef mikla fyrirvara á því, alla vega eins og sakir standa.