141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[21:06]
Horfa

Róbert Marshall (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta mál hefur verið það lengi til umfjöllunar og þetta er, ef ég má leyfa mér að sletta, dálítið „usual suspects“ sem er að koma fyrir nefndina í þessum efnum. Ég held að hefðbundinn umsagnartími muni alveg duga í þessum efnum þó að ég eigi eftir að ráðfæra mig við hv. þm. Valgerði Bjarnadóttur um þau mál.

Það er mjög mikilvægt að við leyfum okkur í þessari umræðu, og ég heyri að hv. þingmaður er sammála mér um það, að vera ósammála. Það skiptir mjög miklu máli í þessu máli að við séum að vanda okkur við það að tala af virðingu um hugmyndir hvert annars. Við skuldum þjóðinni það eftir þetta kjörtímabil. Í þessu máli, sem varðar sjálfan samfélagssáttmálann sem við viljum ná hvað mestri sátt um, er það gríðarlega mikilvægt.