141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[21:16]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með þeim sem segja að við eigum að ræða af virðuleika um þetta mál og ég tel að við eigum að ræða efnislega um það. Ég tel að við eigum ekki að snúa út úr því sem hér er sagt. Það á við almennt. Þetta er að vísu eitt mikilsverðasta málið sem við ræðum í vetur en mér finnst að það eigi að gilda alla daga að fólk sé kurteist og snúi ekki út úr. Við eigum að bera virðingu hvert fyrir öðru og bera virðingu fyrir skoðunum annarra og ekki snúa út úr þeim alla daga.