141. löggjafarþing — 50. fundur,  12. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[01:37]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil gjarnan beina því til forseta að kalla til þessa ráðherra. Það má ljóst vera, úr því að ákveðið er að setja hér á næturfund um þetta mikilvæga mál, að það verður að vera hægt að halda uppi eðlilegri umræðu. Ef það er svo að virðulegur forseti ætlar ekki að verða við óskum hv. þingmanna um að hæstv. ráðherrar og sá hv. þingmaður sem er í forsvari fyrir málið séu kallaðir til umræðunnar hlýtur virðulegur forseti að sjá hvaða afleiðingar það hefur fyrir framgang málsins.