141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

sjúkratryggingar.

303. mál
[11:45]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það var þó ekki dugleysi hjá fyrrverandi ríkisstjórn að koma ríkissjóði á hausinn. Meðal annars var það ein af ástæðum þess að sjúkratryggingastofnun var ekki komið í það hlutverk sem henni var ætlað samkvæmt gildandi lögum um að sinna þessu kaupendahlutverki sínu. Ég hvet hæstv. ráðherra og ríkisstjórn til að nota það tímabil sem fram undan er til að fara yfir hlutverk sjúkratryggingastofnunar og marka það til framtíðar hvernig þeirri stofnun verður komið fyrir og hún skipulögð. Ég vara hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar og hv. þm. Guðlaug Þór Þórðarson við því að ganga að því sem vísu að hann verði heilbrigðisráðherra í næstu ríkisstjórn.