141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

barnalög.

476. mál
[20:52]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Ég hvet þingmenn til að fella þessa tillögu. Ef það verður gert kemur til atkvæða breytingartillaga frá meiri hluta velferðarnefndar sem kveður á um að gildistöku laganna verði frestað til 1. apríl en ekki 1. júlí eins og kveðið er á um í frumvarpinu enda erum við öll sammála um að mikilvægar réttarbætur í þessum lögum eigi að taka gildi sem fyrst. (Gripið fram í.)

Felli þingheimur þessa tillögu gefst tækifæri til að tryggja að lögin taki gildi að einum ársfjórðungi liðnum.