141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

barnalög.

476. mál
[20:54]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég hvet til þess að þessi breytingartillaga verði samþykkt. Ég minni þá hv. þingmenn sem enn eru ekki sannfærðir í þessu máli á að það er starfrækt sáttameðferð hjá ýmsum aðilum víðs vegar um landið. Það hefur verið starfrækt öflug og markviss sáttameðferð og þar með hefur dómum í forsjármálum fækkað. Hér náum við því jafnframt fram, verði þessi tillaga samþykkt, að lögin í heild taki gildi varðandi skilgreiningu á réttindum barns, almennt um inntak sameiginlegrar forsjár, um forsjá og sambúðarforeldra, dóma um forsjá og lögheimili barns o.fl. þannig að hér eru mörg mikilvæg ákvæði. Hefði ráðuneytið viljað fresta því að sáttameðferðin tæki gildi hefði einfaldlega verið hægt að leggja til að þeim ákvæðum yrði frestað (Forseti hringir.) en það var ekki gert.