141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

tekjustofnar sveitarfélaga.

291. mál
[21:38]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég hef ekki sannfærst um ágæti þeirrar breytingar sem hér er lögð til. Ég tel að það væri eðlilegra að taka breytingu af þessu tagi inn í einhvers konar heildarendurskoðun á úthlutunarviðmiðum og forsendum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Ég mun greiða atkvæði gegn þessu en við vitum að á vettvangi sveitarfélaganna og víðar, m.a. í þinginu, eru skiptar skoðanir um ýmsa þætti þessa máls. Eins og málið ber að og eins og það hefur verið lagt upp styð ég það ekki en tel hins vegar að á næsta ári geti vel komið til greina að fara í breytingar á þessum forsendum. Ég vil að það verði gert með heildstæðum hætti en ekki tekin út einstök atriði með þeim hætti sem hér er lagt til.