141. löggjafarþing — 70. fundur,  24. jan. 2013.

rannsókn samgönguslysa.

131. mál
[11:42]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það hafa margar athugasemdir verið gerðar við þetta mál og flestum umsögnum ber saman um að það muni ekki auka skilvirkni og dragi úr sjálfstæði rannsóknarnefnda. Það sé sátt um núverandi fyrirkomulag og það sé ekki fjárhagslegur ávinningur af þeirri sameiningu sem hér er gert ráð fyrir.

Það er gert ráð fyrir að þetta mál komi til nefndar milli 2. og 3. umr. og í því ljósi og í trausti þess að málið verði skoðað mun Framsóknarflokkurinn sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.