141. löggjafarþing — 74. fundur,  29. jan. 2013.

skipun rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóða.

16. mál
[16:54]
Horfa

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef litlu við þetta að bæta. Þetta er alveg í takt við það sem ég sagði í ræðu minni. Það giltu ekki sömu reglur um þessa rannsókn og um rannsóknarnefndir Alþingis. Ég varð ekki vör við það að þeir sem leiddu rannsóknina kvörtuðu yfir því að þeir hefðu ekki fengið allar þær upplýsingar sem þeir þurftu á að halda. Sömuleiðis fékk ég ekki svar við því hvort nefndarmenn ætluðu að skila áliti eftir að hafa farið yfir þessa skýrslu frá lífeyrissjóðunum. Það getur vel verið að það þurfi að skoða eitthvað betur sem ekki kemur þar fram, en ég hef ekki orðið vör við það að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi farið yfir og gefið álit á þeirri vinnu og þeirri skýrslu sem vísað var til hennar um rannsókn á lífeyrissjóðunum sem Hrafn Bragason leiddi. Ég spurði: Er slíkt álit væntanlegt frá nefndinni áður en menn ganga lengra í þessum efnum?