141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

störf þingsins.

[13:33]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Mér leikur mikil forvitni á að heyra frá einhverjum þingmanni Sjálfstæðisflokksins, gjarnan hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, hvernig þingmaðurinn sjái fyrir sér kristilegum gildum ofið inn í lagasetningu Íslands. Það var samþykkt á landsfundi sjálfstæðismanna að slíkt væri stefna flokksins en síðan var hún dregin til baka daginn eftir. Mér leikur hreinlega forvitni á að vita hvernig hægt væri að vefa þetta inn í lög landsins, hvaða þýðingu það hefði ef þetta hefði ekki verið dregið til baka og hvort þetta sé eitthvað sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu hlynntir.