141. löggjafarþing — 108. fundur,  21. mars 2013.

Þjóðminjasafn Íslands.

583. mál
[11:25]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég styð þetta mál. Ég var ekki á nefndarfundinum þegar það var tekið út og vil að það komi hér sérstaklega fram að um það náðist góð samstaða í nefndinni. Það bar hins vegar þannig að að þegar það kom inn var svolítil pressa að skoða hvort hægt væri að klára það í tilefni af afmæli Þjóðminjasafnsins. Við gáfum okkur samt sæmilegan tíma þannig að við gátum farið yfir málið og ég tel að með því að gera Þjóðminjasafnið að háskólastofnun muni það efla rannsóknarstarf, bæði innan Þjóðminjasafnsins og háskólans, á þeim fræðasviðum sem þar er helst til að taka, og efla háskólann almennt. Ég tel að þetta sé gott mál og eftir skoðun í nefndinni styð ég það og tel þetta framfaramál.