141. löggjafarþing — 110. fundur,  25. mars 2013.

afbrigði um dagskrármál.

[13:34]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Bara til skýringar vil ég geta þess sem starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar að um leið og nefndinni barst tilkynning þess efnis nú í morgun að betur færi á því að skýra orðalag einstakra greina hefur verið ákveðið að taka þetta mál út af dagskránni núna og halda fund í nefndinni við fyrsta tækifæri til að nefndarmenn gætu þá fengið skýringar á því hvaðan breytingin kemur og af hverju hún stafar.

Því var tekin ákvörðun um það núna strax og okkur var það ljóst í nefndinni að þessi háttur yrði á og brugðust nefndarmenn því strax við. Í anda þeirrar sáttar og nýrra vinnubragða sem nú tíðkast á Alþingi fundar nefndin og fer ítarlega ofan í tillögurnar