141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

dagskrá næsta fundar.

[11:32]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Eins og lesið var upp snemma á síðasta fundi barst forseta eftirfarandi dagskrártillaga 26. mars, 2013:

„Við undirrituð gerum það að tillögu okkar í samræmi við 1. mgr. 77. gr. þingskapa að fremst á dagskrá næsta þingfundar verði 450. mál, frumvarp til stjórnarskipunarlaga, auk annarra mála sem eru á dagskrá þessa fundar.

Við óskum eftir því að þessi tillaga verði borin upp til afgreiðslu fyrir lok þessa þingfundar.“

Undir þetta bréf rita Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari.

Þar sem þingfundur í gær í lok fundar var ekki ályktunarbær fer nú fram atkvæðagreiðsla um þessa dagskrártillögu.