141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

tekjuskattur.

680. mál
[22:54]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Í fyrsta lagi: Þetta gerir mjög lítið. Þetta er lítið mál, aðeins 2% af vandanum.

Í öðru lagi: Það að ætla sér að skattleggja lífeyrissjóðina með einhverjum hætti sýnir mér að hv. þingmenn vita ekki hvernig lífeyrissjóðirnir eru uppbyggðir. Sumir eru opinberir, þar eru réttindin tryggð. Aðrir eru almennir, þar verða peningarnir að standa undir réttindunum. Ef við leggjum álögur á lífeyrissjóðina erum við að skattleggja verkamenn og iðnaðarmenn og sjómenn og aðra sem ekki eru í opinberu sjóðunum, en ekki opinbera starfsmenn. Það gengur ekki upp.

En ég ætla að vera jákvæður. Þetta frumvarp er það áttunda í röð sem við samþykkjum sem lög frá hv. efnahags- og viðskiptanefnd. Í góðri samvinnu nefndarinnar hefur náðst niðurstaða í átta málum og ég þakka fyrir samstarfið.

Næsta mál á dagskrá er virðisaukaskattur, líka frá þessari hv. nefnd, líka unnið í samstöðu, þannig að ég þakka fyrir mjög gott samstarf.