142. löggjafarþing — 11. fundur,  24. júní 2013.

meðferð einkamála.

2. mál
[15:18]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um meðferð einkamála, flýtimeðferð. Ég vil geta þess við atkvæðagreiðsluna að við í Vinstri grænum teljum þetta frumvarp ekki vera til skaða en kannski ekki til mikils gagns, hvorki fyrir málsaðila né fyrir dómstólana sjálfa. Markmiðin eru góð og verðug og við styðjum málið. Málið verður tekið til nefndar milli 2. og 3. umr. til að kanna sérstaklega hvort unnt sé að stytta áfrýjunarfrest í þeim málum sem um ræðir og vænti ég þess að nefndin muni taka snöfurmannlega á þeim þætti. Ég vildi geta þessa vegna þess að það var fyrirvari af minni hálfu við stuðning við nefndarálit meiri hluta.