142. löggjafarþing — 18. fundur,  1. júlí 2013.

veiðigjald.

15. mál
[22:06]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Hvernig ætlum við að reikna veiðileyfagjöld? Ætlum við að hafa þau hlutfall af rentu úr veiðunum, jafnvel rentu úr veiðum og vinnslu, eða ætlum við að hafa þau eftir því hvað okkur vantar í ríkissjóð? Ef okkur vantar 6 milljarða í ríkissjóð, eigum við að reikna okkur niður á ígildi? Ég er frekar á því að við eigum að reikna okkur á það sem reksturinn þolir og á hvert ígildi. Þannig förum við í þá útreikninga, ekki eftir því hvað vantar í ríkissjóð. Mér finnst það vera að byrja á öfugum enda.

Varðandi meiri hluta þjóðarinnar skil ég að auðvitað er best að skattleggja útgerðina sem mest ef það vantar í kassann. Það gefur augaleið.