142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[16:35]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Mig langar vegna orða hv. þm. Höskuldar Þórhallssonar áðan að segja að það er ekki verið að færa stjórnina í sama horf og var allt síðasta kjörtímabil. Það væri skárra ef svo væri vegna þess að líka er búið að eðlisbreyta stjórninni og var það gert fyrir 16 vikum síðan. Núna hefur hún ekki bara rekstrarleg völd heldur kemur að mótun dagskrárstefnu til langs tíma. Það er lykilatriði í þessu máli og þess vegna er breytingin alvarlegri en hún virðist í fyrstu. Því verður allur almenningur að gera sér grein fyrir. Það er ekki einungis verið að gera málamyndabreytingu á samsetningu stjórnarinnar. Stjórnin og eðli hennar hafa tekið stórum breytingum sem er lykilatriði og gerir málið alvarlegra.