143. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2013.

kynning á tillögum ríkisstjórnarinnar fyrir stjórnarandstöðuna.

[15:15]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Mér finnst alger óþarfi að búa til svona drama um þetta. Mér finnst eiginlega svolítið skringilegt að hæstv. ríkisstjórn finnist furðulegt að við viljum setja okkur betur inn í þetta mál. Það er ekki gert af illum hug, það er ekki gert af löngun til að eyðileggja eitthvað fyrir heldur er það nokkuð sem ég man eftir að hafa rætt um við marga stjórnarliða þegar þeir voru ekki í stjórn að vantaði upp á síðast. Af hverju á að halda áfram með það sem fólk gagnrýndi að væru ekki nógu góð vinnubrögð? Ég skil ekki svona lagað.

Ég hef tekið þá afstöðu prívat og persónulega að tjá mig sem minnst um þetta mál út af því að ég veit ekki nógu mikið, ég veit ekki hvort ég get stutt það eða hvort ég eigi að fara í vörn. Til að ég geti stutt þetta verð ég að vita meira.