143. löggjafarþing — 60. fundur,  10. feb. 2014.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[15:44]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Þetta er einstakt mál að því leyti til að hafin hefur verið lögreglurannsókn á stjórnsýslu í einu ráðuneytanna og það hlýtur að beinast að vinnulaginu öllu þar og engri sérstakri manneskju.

Ég vil nú segja það, virðulegi forseti, að það hefði verið óskandi að forseti hefði sagt það strax að hæstv. innanríkisráðherra ætlaði að fara út á land og fyrir mistök hafi það ekki komið fram fyrr eða eitthvað og bara útskýrt málið mjög einfaldlega án þess að menn byrji hér að hrópa hver á annan. (Gripið fram í.) Það er bara mjög einkennilegt finnst mér, virðulegi forseti.