143. löggjafarþing — 63. fundur,  13. feb. 2014.

raforkustrengur til Evrópu.

59. mál
[14:30]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að hljóma eins og biluð plata en nú er alveg orðið ljóst með hverju nefndin mælir. Ég vona að hæstv. ráðherra fari að þessum ráðum og haldi áfram, ekki í haust og ekki næsta vetur heldur strax og ráðist í þau verkefni sem ráðgjafarhópurinn lagði til og atvinnuveganefnd hefur síðan ítrekað núna. Hún leggur fram ágæta punkta um hvað skoða þarf. Enginn efast um að það er fullt af hlutum sem þarf að skoða, það efast enginn um það.