143. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[12:17]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst ómaklegt af hv. þingmanni að dæma helminginn af því sem ég var að segja hérna rangt. Ég bið hann bara að fara betur yfir það. Ekkert af því sem ég sagði var rangt.

Það er lagt að jöfnu að hvorki eru til varanlegar undanþágur né varanlegar sérlausnir. Það hlýtur hv. þingmanni að vera ljóst. Og þegar hér er talað um að hægt sé að sætta sig við að búa við einhvers konar skilyrtar tímabundnar sérlausnir, sem geta þá fallið niður hvenær sem er, hvað mundi þá gerast, að mati hv. þingmanns, ef hér fyndist olía? Ætti þá sérlausnin um sjávarútveginn að falla niður?