143. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[14:48]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Til að stytta mál mitt ætla ég að takmarka mig við aðeins eitt efni, eina spurningu. Í máli sínu fyrr í dag sagði hv. þm. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi hæstv. utanríkisráðherra, að í sínum huga væru sérlausnir forsenda fyrir því að Ísland gæti gengið í Evrópusambandið. Ég gat ekki skilið orð hans öðruvísi.

Mér fannst hv. þm. Katrín Júlíusdóttir segja að hennar skoðun væri sú að Ísland gæti gengið í Evrópusambandið að gildandi þeirri sjávarútvegsstefnu sem nú væri fyrir hendi hjá sambandinu og þyrfti ekki sérlausnir. Er það réttur skilningur hjá mér?