143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

lengd þingfundar.

[16:09]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Ég hef gert að umtalsefni þá tillögu sem hefur verið rædd hér í rúman klukkutíma og mótmælt henni sem ólýðræðislegri. Ég er á móti tillögu forseta um að hafa kvöldfund í kvöld, m.a. vegna þess að undanfarnar vikur og mánuði hefur þingið ekki þurft að hafa kvöldfundi vegna þess að nánast engin mál hafa komið frá hæstv. ríkisstjórn. Þar er allt fast og tekur langan tíma að koma fram mikilvægum málum sem hafa verið boðuð, en þessi tillaga sem hér hefur verið umræðuefni sem er runnin frá utanríkismáladeild ríkisstjórnarinnar, þ.e. Heimssýn, kallar núna eftir að við þurfum að hafa kvöldfundi til að ræða skýrsluna sem ríkisstjórnin ætlar ekkert að gera með.

Virðulegi forseti. Að þessu sinni neyðist ég til að segja nei við þessari tillögu forseta.