143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

lengd þingfundar.

[16:22]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Herra forseti. Það er að sjálfsögðu alltaf álitamál hvenær á að efna til kvöldfundar og hvenær ekki. Við höfum oft tekist á um það í þessum þingsal. Í mínum huga skiptir mestu máli að það séu efnislegar ástæður til að halda umræðu inn í kvöldið um það dagskrármál sem liggur fyrir. Í þessari umræðu hef ég ekki heyrt nein efnisleg rök fyrir því að það sé svo brýnt að ljúka umræðunni um skýrslu Hagfræðistofnunar að það kalli á sérstakan kvöldfund þannig að ég hyggst ekki styðja tillöguna, virðulegur forseti, og segi nei.

Ég vil síðan gera þá játningu að ég á eftir að tala í því máli og hafði hugsað þetta kvöld í annað. Af þeim sökum vildi ég inna hæstv. forseta eftir því hvort hann hefur einhverja skoðun á því eða mótaða afstöðu til þess hversu lengi hann hygðist halda fundinum áfram inn í kvöldið ef samþykkt verður hér í þingsal.