143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

lengd þingfundar.

[16:25]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Herra forseti. Það er greinilegt að stjórnin hefur engan áhuga á að heyra hvað þingmenn minni hluta hafa að segja um þessa skýrslu. Annars hefði ekki verið reynt að troða inn þessari þingsályktunartillögu frá hæstv. utanríkisráðherra. Þetta er ekkert annað en sýndarmennska sem á að setja á „fast forward“. Hún er ekki Alþingi til sóma og ég tek ekki þátt í henni.

Ég segi nei.