143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[22:45]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er alveg rétt sem þingmaðurinn segir, þjóðin er ekki tilbúin í algjört beint lýðræði um alla hluti, nei. En þjóðin er klárlega tilbúin í lágmarkslýðræði sem er að hún geti gripið inn í. Þjóðin er mjög hrifin af málskotsréttinum, sérstaklega. Hann hefur reynst okkur vel. Þetta lágmarkslýðræði, að þjóðin geti gripið inn í ákvarðanir stjórnvalda, er það sem þjóðin er hrifin af í dag. Við erum ekki búin að finna allar útfærslur á beinna lýðræði, það er í vinnslu og það er í vinnslu víða um heiminn. En þetta lágmarksatriði er þjóðin sammála um.

Varðandi lausnir er það löggjafinn sem þarf að leggja fram og þrýsta á að fá slíkt lágmarkslýðræði fyrir þjóðina, að þjóðin geti haft frumkvæði að málskoti, að þjóðin geti tekið mál í sínar hendur, þessi stóru mál.