143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:10]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég ætla ekki að færa nein sérstök rök fyrir þeirri ósk minni og beiðni og tillögu að forseti láti staðar numið, að þetta sé orðið gott. Í raun og veru snýst það bara um að forseti sýni vott af sanngirni og fari yfir það í huga sér hvernig þetta er búið að ganga til í dag og í kvöld og hvort ekki sé nóg komið. Ég held að virðulegur forseti hljóti að átta sig á því að þetta hefur kannski ekki að öllu leyti verið uppbyggilegasta og skemmtilegasta þingkvöld eða þingdagur seinni áratuga þingsögunnar. Ef það yrði til þess að menn færu aðeins betur stemmdir heim í kvöld að forseti sýndi stjórnkænsku, visku, mildi og sanngirni og sliti núna fundi held ég að það væri ákaflega vel ráðið.