143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:30]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er bersýnilegt, og kemur kannski engum á óvart, að tímaeiningin er breytileg, líka í huga hæstv. forseta. 48 mínúturnar, sem áðan voru taldar einingin fyrir „enn um sinn“, voru svo orðnar 33 og eru sennilega orðnar 27 eða 28 mínútur núna. Ég ætla þess vegna að leyfa mér að inna hæstv. forseta eftir því hvað hann hyggst halda þessum fundi lengi áfram úr því sem komið er. Það er kannski ekki góður bragur á því að fara að hefja hér nýja ræðu þegar klukkan er á seinni tímanum í miðnætti miðað við það sem áður hefur komið fram í umræðum undir liðnum fundarstjórn forseta, þ.e. að fjölmargir þingmenn óskuðu eftir því að þessum fundi yrði nú lokið.

En ég spyr hæstv. forseta að því hvað er „enn um sinn“ núna langt og hvað hyggst hann halda þessum fundi áfram og hyggst hann taka fyrir ræðu næsta manns á mælendaskrá?