143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:59]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það var haldinn ágætur fundur þingflokksformanna um hádegisbilið í dag og menn reifuðu þar ákveðna leið til að leysa úr hnútum, að við mundum lenda ákveðinni nálgun á umræðuna. Við höfum ekki enn þá fengið botn í það hvort yfir höfuð sé einhver vilji til að nálgast slíka lausn. Raunar var það svo að með tillögu sinni strax í dag, ef þingforseti leggur til lengdan þingfund, leit út fyrir að menn hefðu kannski ekki mikinn áhuga á því að nálgast einhvers konar samkomulag.

Ég vil samt sem áður spyrja hæstv. forseta hvort eitthvað liggi fyrir um það hvort menn ætli að halda þessum fundi lengi áfram og bið um að við þingmenn séum ekki hunsaðir í því efni eins og svo mörgum öðrum undanfarna daga. Og svo spyr ég auðvitað um utanríkisráðherra.