143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið .

320. mál
[01:24]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil bara hvetja virðulegan forseta til að fara nú að binda enda á þetta. Ég held að það sé engin sérstök ástæða til að halda þessari umræðu áfram lengur. Það er fjöldi fólks á mælendaskrá. Það eru nefndarfundir í fyrramálið og margt sem bíður og einfalt að halda áfram og ljúka þessari umræðu snemma dags á morgun. Þá er hægt að halda áfram með þingstörfin og þá dagskrá sem liggur fyrir þessum fundi.