143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[02:56]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Hvað varðar efnahagsörðugleika og rök sem notuð eru að þetta sé ekki rétti tíminn þegar efnahagsörðugleikar eru, þá er það nú einmitt þannig að margar þjóðir hafa í kjölfar efnahagsörðugleika eða samfélagsumróts og breytinga valið þá leið til framtíðar og uppbyggingar að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ég ætla ekki að meta hvort það sé endilega rétt, en það er mjög eðlilegt að þörfin fyrir að kanna hvaða möguleikar eru færir til uppbyggingar komi fram.

Ég velti fyrir mér, af því að mér finnst skipta máli þegar gengið er til kosninga að fólki viti um hvað það er að kjósa: Er heppilegt að kjósa um (Forseti hringir.) óljósar hugmyndir?