143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[18:20]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég ætlaði einmitt að spyrja nákvæmlega sömu spurningar og hv. þm. Katrín Júlíusdóttir, og ítreka þá spurningu hennar, af hverju þessu máli hastar svona mikið. Það er enginn sem veit af hverju, nema einhverjir innvígðir í ríkisstjórnarflokkunum. Mér finnst mjög mikilvægt að þingheimur fái að vita af hverju flýta þarf þessu ferli svona mikið og ekki bara þingheimur heldur jafnframt kjósendur Sjálfstæðisflokksins, kjósendur Framsóknarflokksins sem og allir aðrir.

Nú hafa í kringum 16% landsmanna óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Af hverju er ekki hægt að gera hreinlega hlé á viðræðum, fara í þjóðaratkvæðagreiðslu og taka síðan stöðuna þegar búið er að kanna vilja þjóðarinnar?