143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[20:28]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Já, ég vil í fyrsta lagi taka undir uppástungu flokkssystur minnar, hv. þm. Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, um að fundinum verði frestað til morguns.

Í öðru lagi, ef af því verður ekki, vildi ég gjarnan að hingað kæmu allir þeir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem fyrir kosningar lofuðu því að ekki yrði hætt við aðildarviðræður við Evrópusambandið nema þjóðin yrði spurð. 50 þúsund manns hafa farið fram á það, virðulegi forseti. Þess vegna vil ég gera það að annarri kröfu minni að það ágæta fólk mæti.

Að lokum tel ég alveg skýrt að við ættum að krefjast þess, eða ég krefst þess, að hæstv. forsætisráðherra sé hér líka og hlusti á þessa umræðu um stærsta utanríkismál þjóðarinnar undanfarin ár.