143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[22:33]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er nú kannski ástæðulaust að halda áfram lofræðu um hæstv. fjármálaráðherra fyrir að hafa komið hér og sinnt starfsskyldum sínum og haldið ræðu og fylgt úr hlaði þessari vonlausu tillögu. Munaðarleysi tillögunnar er hins vegar sífellt að verða öllum ljósara, að það skuli í alvöru þurfa að pína með töngum ráðherra ríkisstjórnarinnar til þess að tala fyrir þessari tillögu er með ólíkindum. Ég man ekki eftir því áður að lögð hafi verið fram þingsályktunartillaga eða lagafrumvarp í jafn umdeildu og stóru máli fyrir ríkisstjórn án þess að ráðherrar fylgi því úr hlaði, sérstaklega ekki ef þess er óskað. Það er umhugsunarefni hvert Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í þessu máli að hann og ráðherrar hans treysti sér ekki til þess að standa fyrir máli sínu hér, útskýra það og eiga samtal um það við þingheim. Það er með ólíkindum og það er bara mjög mikilvægt að það sé skráð (Forseti hringir.) í annála.