143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[23:11]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Hérna greinir okkur kannski svolítið á eins og er reyndar allt í lagi í lýðræðissamfélagi.

Sú röksemdafærsla að þetta byggi allt á því að til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi í lok umræðu hangir væntanlega á því að þetta sé ekki ferli þar sem við erum í raun að ganga í Evrópusambandið á meðan á samningaferlinu stendur. Það hefur oft verið sagt að þetta séu aðlögunarviðræður sem þýðir ekkert sérstakt fyrir mér með í ljósi þess að ég hef ekki enn þá sé eina einustu löggjöf eða reglugerð sem á að hafa verið sett nema vegna EES, það eru annars einfaldlega bara góðar hugmyndir. (Forseti hringir.) Getur hv. þingmaður nefnt mér eitthvað við það ferli sem við getum beinlínis kallað aðlögun að Evrópusambandinu áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu (Forseti hringir.) kemur?