143. löggjafarþing — 81. fundur,  26. mars 2014.

náttúruvernd.

167. mál
[15:46]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég segi já. Ég vil nota tækifærið og þakka hv. umhverfis- og samgöngunefnd eins og margir hafa gert hér. Við erum hér að fresta gildistöku laganna enn frekar, frekar en að kalla þau til baka vegna þess að deilur standa meðal annars um almannarétt, sérstaka vernd og varúðarregluna. Þetta eru stóru tækin til að verja íslenska náttúru. Ef hin almenna sátt á að felast í því í framhaldinu að gefinn verði afsláttur frá þeim línum sem lagðar voru í þeim lögum sem við fjöllum um hér og þeim anda sem þar kemur fram lofa ég því, bæði forseta og meiri hlutanum, að enginn friður verður um sátt sem slíka og hún verður einhliða fyrir sérhagsmuni. (Gripið fram í: … svona jákvæð.)