143. löggjafarþing — 82. fundur,  26. mars 2014.

náttúruvernd.

167. mál
[15:55]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Formanni umhverfisnefndar ætlar að verða seint fullþakkað úr þessum ræðustóli en það er rík ástæða til þess vegna þess að umhverfisnefnd hefur haft forustu um verklag sem er sannarlega eftirbreytnivert. Hæstv. umhverfisráðherra kom hér inn með þetta þingmál gersamlega ótækt, fullkomlega óboðlegt, og hreinan dónaskap. Að nefndin skyldi taka málið og finna á því þennan sáttaflöt er gott fordæmi um það með hvaða hætti bæta má úr þingmálum í meðferð á Alþingi. Það er sérstök ástæða til að hvetja utanríkismálanefnd, sem sannarlega hefur fengið annað fullkomlega óboðlegt þingmál hér inn, sem er afturköllun aðildarumsóknarinnar, til að feta í fótspor umhverfisnefndar og skapa sátt um niðurstöðu sem er í anda þess sem þjóðin vill í því máli. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Heyr, heyr.)